Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VefTV: Hjólabrettagarður við Heiðarskóla
Mánudagur 30. september 2013 kl. 10:35

VefTV: Hjólabrettagarður við Heiðarskóla

Á föstudaginn síðastliðinn var tekin í gagnið ný og glæsileg aðstaða fyrir hjólabrettafólk við Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Bæjarstórinn Árni Sigfússon, var viðstaddur formlega opnun ásamt skólastjóri Heiðarskóla, Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur og fjöldanum öllum að ungum hljólabrettakrökkum.

Unglingarnir voru hæstánægðir með aðstæður en nokkur fjöldi iðkenda er í Heiðarhverfinu. Haukur Ingi Júlíusson er einn þeirra en hann sóttist eftir því við bæjarstóra að fá slíka aðstöðu við skólann. Erindi hans var vel tekið og að lokum féllust bæjaryfirvöld á tillögu hans. Glæsilegur búnaður var keyptur frá Akraneskaupstað og eins og sjá má í eftirfarandi myndskeiði þar sem rætt er við forsprakkann Hauk Inga, virðast krakkarnir kunna vel að meta hjólabrettagarðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024