Veðurskipið Líma með ókeypis tónleika í Hljómahöll
Iceland Airwaves blæs til tónleika hringinn í kringum landið í júní. Ferðin ber yfirskriftina „Veðurskipið Líma“ og með í för verða Emmsjé Gauti, Agent Fresco og dj flugvél og geimskip. Frítt verður inn á alla tónleika og verða þeir síðustu í ferðinni í Hljómahöllinni 14. júní.
Á undan verða tónleikar á Bolungarvík, Grenivík, Raufarhöfn og Breiðdalsvík. Miðar á Iceland Airwaves verða gefnir heppnum tónleikagestum á hverjum stað. Tónleikarnir eru í samstarfi við Rás 2, Egils Appelsín og Hertz og eru nokkurs konar upphitun fyrir Iceland Airwaves sem fram fer í nóvember í Reykjavík.
Það hefur verið mjög mikið líf í Hljómahöllinni, m.a. margir tónleikar í Stapanum.