Veðurguðir opnuðu fyrir flugeldasýningu
Veðurguðirnir hreinsuðu himininn yfir Berginu í Keflavík rétt fyrir kl. 22 í kvöld svo Björgunarsveitin Suðurnes gæti skotið upp síðbúinni flugeldasýningu. Sýningunni varð að fresta í gærkvöldi þegar annarri dagskrá á útisviði var frestað vegna óveðurs.
Sýningin í kvöld var myndarleg en HS Orka bauð upp á sýninguna. Með flugeldasýningunni í kvöld var botninn sleginn í þessa 14. Ljósanótt í Reykjanesbæ - og þó, því eitt atriði verður flutt á miðvikudagskvöld eins og sjá má í annarri frétt hér á vf.is.
VF-mynd: Hilmar Bragi