Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Veðrið lék við Vogamenn  á fjölskylduhátíðinni
Laugardagur 20. ágúst 2022 kl. 08:09

Veðrið lék við Vogamenn á fjölskylduhátíðinni

Íbúar í Sveitarfélaginu Vogum voru duglegir að taka þátt í dagskrá fjölskylduhátíðar sveitarfélagsins sem náði hámarki um síðustu helgi. Á laugardeginum var viðamikil dagskrá í Aragerði, auk hverfaleika og sölutjalda. Skemmtiatriði á sviði og á laugardagskvöldinu var tónlistarveisla þar sem landsþekktir tónlistarmenn skemmtu heimafólki. Kvöldinu lauk svo með flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Skyggnis. Sýningin var stórkostleg og fékk fimm stjörnur hjá þeim sem vel þekkja til slíkra sýninga. Sýnishorn af sýningunni má sjá á vef Víkurfrétta.

Botninn var svo sleginn í vel heppnaða fjölskyldudaga með tónleikum í skógræktinni að Háabjalla þar sem fjölmargir tónlistarmenn stigu á svið í skógarrjóðri. Þar lauk tónlistarmaðurinn KK hátíðinni með ljúfum tónum eins og honum er einum lagið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndirnar með þessari umfjöllun tóku þeir Jóngeir Hlinason og Hilmar Bragi, auk þess sem nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum voru fengnar hjá Sveitarfélaginu Vogum. Fleiri myndir hér að neðan.

Fjölskyldudagar í Vogum 2022