Vatnsneshópurinn opnar vinnustofur
Reynir Katrínar, Haraldur Gunnarsson, Hildur Harðardóttir, Unnur Karlsdóttir og StudiOla design hafa opnað vinnustofu okkar að Vatnsnesvegi 8, Reykjanesbæ. Vinnustofan er opin í dag, föstudag, kl. 16-20 og um helgina frá kl. 13-17 báða dagana.
Gestalistamennirnir Davíð Bjarnason og Katrín Steingrímsdóttir verða á vinnustofunni á þessum tímum en almenningi er frjálst að koma í heimsókn og sjá fólkið að störfum á þessum tímum.