Vatnsnes afhjúpað
Í gær var afhjúpað sjöunda verkið í kynningarátaki Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins. Athöfnin fór fram í Kjarna; Hafnargötu 57.Listamaður maímánaðar er Ásta Árnadóttir. Ásta er fædd 1. janúar 1922. Hún stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann 1942-43 og sótti námskeið Baðstofunnar í Keflavík í mörg ár. Helsti leiðbeinandi hennar hefur verið Eiríkur Smith. Fyrstu einkasýninguna hélt Ásta í Grindavík 1987 og hefur síðan þá sýnt víða, bæði ein og með öðrum, m.a. á Akvarell 2000 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Ásta hefur unnið með vatnsliti í 20 ár. Verk eftir Ástu má sjá víða m.a. á Listasafni Reykjanesbæjar, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Bókasafni Grindavíkur.