Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vantar pepperoni taco langlokur í mötuneytið: „Þær eru snilld“
Orri Guðjónsson. VF-mynd: Sólborg
Laugardagur 9. desember 2017 kl. 05:00

Vantar pepperoni taco langlokur í mötuneytið: „Þær eru snilld“

-Orri Guðjónsson er FS-ingur vikunnar

Á hvaða braut ertu?
„Ég er á listnámsbraut.“

Hvaðan ertu og aldur?
„Ég er frá Vestmannaeyjum en er búin að búa i Njarðvík í tíu ár þannig það má telja mig sem Njarðvíking. Já og ég er líka 19 ára.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helsti kostur FS?
„Það er fjölbreytni.“

Hver eru þín áhugamál?
„Áhugamálin mín er list og sérstaklega leiklist.“

Hvað hræðist þú mest?
„Ég veit ekki, skítugar fætur?“

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
„Ég held Dagný Halla Ágústsdóttir. Hún er mjög virk í stjórnmálum og tónlist.“

Hver er fyndnastur í skólanum?
„Júlíus Viggó og Ingibjörn Margeir. Þeir eru meistarar.“

Hvað sástu síðast í bíó?
„Ég sá It og það er helvíti „spooky“ mynd.“

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
„Það vantar pepperoni taco langlokur. Þær eru snilld.“

Hver er þinn helsti kostur?
„Fólk telur mig sem fyndna manneskju og með „karisma“.“

Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér?
„Ég nota Snapchat fáránlega mikið.“

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
„Ég myndi lækka verðið í mötuneytinu.“

Hvað heillar þig mest í fari fólks?
„Það heillar mig ef fólk er hógvært og ekki hrokafullt. Ef þú ert fyndinn þá elska ég þig.“

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
„Félagslífið getur verið mjög snúið. Það er stundum erfitt að fá fólk til að vera með í ýmsu sem tengist skólanum.“

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
„Ég ætla að verða leikari eða listamaður.“

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
„Það besta við að búa á Suðurnesjum er fólkið, ég elska ykkur.“

Hvað myndir þú kaupa þér ef þú ættir þúsund kall?
„Einn stykki Langa-Jón úr Sigurjónsbakarí.“

Eftirlætis-
Kennari: Anna Karlsdóttir Taylor.
Mottó: Lifðu lífinu lifandi.
Sjónvarpsþættir: Game of Thrones og Breaking bad.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Pink Floyd.
Leikari: Tom Hanks.
Hlutur: Sokkasafnið mitt.