VANTAR ELDAVÉLAR OG FRYSTIKISTUR Í ROCKVILLE
-verið að ganga frá fyrir veturinnÞessa dagana erum við Byrgisfólk að leggja lokahönd á að verja þorpið okkar fyrir veturinn, verjast frostskemmdum og stormum. Einnig erum við að berjast fyrir að geta opnað mötuneytið til þess að hægt verði að taka á móti fleira fólki, því þörfin er mikil. Það hefur gengið óheyrilega vel að laga allar þær skemmdir sem hér höfðu verið unnar, með hjálp Guðs og góðra manna.Ég vil sérstaklega þakka Helga rafvirkja og hans mönnum, Benna pípara og hans flokki og Vilhjálmi Vilhjálmssyni sem hér var starfsmaður í 20 ár. Þessir menn hafa veitt okkur mikla hjálp og alltaf fundið tíma fyrir Rockville í öllu tímaleysinu. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem hafa fært okkur gjafir s.s. rúm, skápa og margt fleira.Það sem okkur vantar mest í dag eru ísskápar, frystikistur, eldavélar og eldhúsáhöld. Allt þetta væri vel þegið því oft leynist margt í bílskúrum og geymslum.Með Guðs blessun og kveðju, Byrgið