Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 5. desember 1998 kl. 09:13

VANN MEÐ ÖÐRUVÍSI KJÓL

Margrét Birna Valdimarsdóttir, 13 ára grunnskólanemi úr Njarðvík hreppti ásamt tveimur öðrum fyrsta sætið í fatahönnunarkeppni Newman´s Own í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Keppnin var fyrir nemendur í 8. til 10. bekk. Þema keppninnar var Fegurð og frelsi og tóku 200 nemendur þátt í henni. Margrét Birna Valdimarsdóttir (Valssonar í Miðbæ) sagði eftir keppnina að hún hafi viljað hanna „öðruvísi“ kjól. Það gerði hún svo sannarlega og varð í efsta sæti en alls voru 130 flíkur sýndar í keppninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024