Vann iPad í fermingarleik
	Jón Þór Eyþórsson úr Reykjanesbæ datt í lukkupottinn í fermingarleik sem allar verslanir Húsasmiðjunnar og Blómavals stóðu fyrir fyrr á þessu ári í samstarfi við Macland.
	
	Leikurinn fór þannig fram að þegar fólk keypti fermingarvörur í verslunum Húsasmiðjunnar og Blómavals gat það sett nafn fermingarbarns í pott í versluninni. Nokkrir vinningar voru dregnir út en sá stærsti kom til Reykjanesbæjar.
	
	Á myndinni hér að ofan afhendir Einar L. Ragnarsson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ Jóni Þór aðalvinninginn, iPad spjaldtölvu frá Maclandi.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				