Valdimar tilnefndir til þrennra verðlauna
Hljómsveitin Valdimar er með þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2014. Hljómsveitin er tilnefnd fyrir plötu ársins í flokknum popp, fyrir plötuna Batnar útsýnið. Valdimar Guðmundsson söngvari er tilnefndur sem söngvari ársins, en hann og Ásgeir Aðalsteinsson voru einnig tilnefndir sem textahöfundar ársins.