Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar syngur titillag í nýrri gamanmynd
Föstudagur 28. janúar 2011 kl. 15:56

Valdimar syngur titillag í nýrri gamanmynd

Memfismafía og Valdimar Guðmundsson hafa sent frá sér lagið Okkar eigin Osló sem er titillag nýrrar gamanmyndar í leikstjórn Reynis Lyngdal. Valdimar kemur frá Keflavík og er betur þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Valdimar. Þeir hafa verið að gera það gott í tónlistarbransanum um þessar mundir en Valdimar er einnig mikill básúnuleikari.

„Helgi Svavar úr Hjálmum hafði samband við mig en hann vissi að ég væri eitthvað að söngla og hafði heyrt í mér áður,“ sagði Valdimar í samtali við Víkurfréttir. „Ég hef einnig spilað með Helga Svavari í Bigbandi Samúels Jóns Samúelssonar þar sem hann spilar á trommur og við kynntumst í gegnum það.

Valdimar syngur lagið en textinn er eftir Braga Valdimar Skúlason, betur þekktur sem Bragi í Baggalút. „Lagið kemur í byrjun myndarinnar án söngs en Helga fannst þetta svo flott lag að það var ákveðið að gefa þetta út, samhliða myndinni,“ sagði Valdimar.

Myndin Okkar eigin Osló verður frumsýnd þann 4. mars n.k. í kvikmyndahúsum um land allt og verður gaman að heyra þessa frábæru útkomu Valdimars og Memfismafíunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má hlusta á lagið af bloggsíðu Dr. Gunna

Mynd: Valdimar, fyrir miðju, ásamt félögum sínum úr hljómsveitinni Valdimar.

[email protected]