Valdimar órafmagnaður í Höfnum
Allur ágóði mun renna til viðhalds kirkjunnar
Söngvarann Valdimar Guðmundsson mun halda einstaka órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum sunnudaginn 4. september, en allur ágóði mun renna til viðhalds kirkjunnar. Undanfarin ár hefur heimakonan Eliza Newman haldið tónleika í kirkjunni en hún mun sjá um að hita upp fyrir Valdimar. Tónleikarnir eru hluti af hátíðardagskrá Ljósanætur og er aðgangseyrir 1000 kr.