Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Valdimar og fleiri góðir jólagestir
  • Valdimar og fleiri góðir jólagestir
Fimmtudagur 4. desember 2014 kl. 13:36

Valdimar og fleiri góðir jólagestir

– hjá Kór Keflavíkurkirkju

Valdimar Guðmundsson verður einn af jólagestum á aðventukvöldi Kórs Keflavíkurkirkju en auk hans koma fram sönghópurinn Vox Felix og Davíð Þór Sveinsson.

Tónleikarnir verða haldnir í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 14. desember kl. 20:00 og er enginn aðgangseyrir. Safnað er frjálsum framlögum og rennur allur ágóði í orgelsjóð kirkjunnar.

Á efnisskrá eru að sjálfsögðu jólalög og fallegir sálmar en allur hópurinn mun taka lagið í lokin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024