Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar með tónleika í Frumleikhúsinu í kvöld
Fimmtudagur 16. desember 2010 kl. 10:17

Valdimar með tónleika í Frumleikhúsinu í kvöld

- Taktu þér frí frá jólastressinu og hlustaðu á fagra tóna!

Nú er tækifæri til að gleðjast því hin stórgóða hljómsveit Valdimar og unaðsbarkinn Kalli sameinast í gleði þar sem próflokum og jólafríi verður fagnað með tónleikum í Frumleikhúsinu í Keflavík í kvöld, 16. desember.

Hljómsveitin Valdimar er nýtt afl í íslensku tónlistarsenunni. Tónlist sveitarinnar spannar allan tilfinningaskalann og eru blásturshljóðfæri áberandi í lögum hennar. Sveitin gaf nýlega út frumraun sína Undraland, sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Titillag plötunnar, Undraland, nýtur vinsælda á öldum ljósvakans og situr nú í 3. sæti vinsældarlista Rásar 2. Kraftmikil orka og útgeislun einkenna tónleika sveitarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kalli er nýbúinn að gefa út sína aðra sólóplötu, sem fengið hefur frábæra dóma. Tónlistin er innileg og melódísk. Hljómur Nashville er áberandi á plötunni, enda naut Kalli aðstoðar sögufrægra hljóðfæraleikara við gerð plötunnar þar í borg.

Húsið opnar kl. 20:30
Miðaverð er 1000 kr.
Plötur á sértilboði!