Valdimar láta það duga
Nýtt myndband og lag frá hljómsveitinni
Strákarnir í hljómsveitinni Valdimar eru að leggja lokahönd á nýja plötu þessa dagana. Fyrir skömmu frumfluttu þeir lag sem þeir hafa núna gert tónlistarmyndband við. Lagið heitir Læt það duga en það verður á væntanlegri plötu sem líklega kemur út í október. Myndbandið við lagið gerði Keflvíkingurinn Kristinn Guðmundsson en með aðalhlutverk fer Atli Þór Annelsson sem einnig er heimamaður og vinur hljómsveitarinnar.
Myndbandið má sjá hér að neðan.