Valdimar áfram í Popppunkti
Hljómsveitin Valdimar fór létt með 80´s popparana úr Greifunum í gær þegar liðin áttust við í spurningaþættinum Popppunkti.
Sigurinn var aldrei í hættu og strákarnir þeir Valdimar Guðmundsson, Högni Þorsteinsson og Þorvaldur Halldórsson sýndu að þeir eru ekki bara flottir tónlistarmenn heldur einnig miklir poppfræðingar.
Lokatölur urðu 32-22 Valdimar í vil og þeir eru því komnir í 8-liða úrslit.