Valdimar á trúnó á Ljósanótt
Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.
Hin frábæra hljómsveit Valdimar ætlar að koma fram á tvennum trúnó-tónleikum á meðan Ljósanæturhátíðinni stendur í ár. Fyrri tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 3. september. Á þeim tónleikum mun sveitin leika öll lögin af plötunni Batnar útsýnið sem kom út árið 2014. Seinni tónleikarnir fara fram miðvikudagskvöldið 4. september og mun hljómsveitin taka fyrir plötuna Sitt sýnist hverjum sem kom út árið 2018.
Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20 bæði kvöldin.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri að sjá hljómsveitina Valdimar á trúnó í Bergi í Hljómahöll.