Valdimar á ensku
Nýtt lag frá keflvísku hljómsveitinni
Hér má heyra nýtt lag frá hljómsveitinni Valdimar þar sem stákarnir spreyta sig í fyrsta sinn á enskri tungu í tónsmíðum sínum. Lagið hefur ekki ennþá hlotið nafn en útvarpsstöðin KEXP frá Seattle tók lagið upp hjá hljómsveitinni síðasta haust þegar Airwaves hátíðin fór fram.
Lagið má heyra hér að neðan en einnig ku þetta vera í fyrsta skipti sem hljómsveitin notast við kassagítar í einu laga sinna.