Valdi loksins búinn að meikaða
Þó svo að tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson sé í hópi vinsælustu söngvara landsins um þessar mundir þá virðist það nú loks vera opinbert að hann er búinn að meikaða eins og sagt er á slæmri íslensku. Valdimar birti þess skemmtilegu mynd á Facebook-síðu sinni þar sem hann skrifar „Nùna er það official. Búinn að meikaða,“ en þá stendur hann við hlið stórrar myndar af sjálfum sér í einu af strætóskýlum Reykjavíkurborgar eins og sjá má hér að ofan.
Ástæðan fyrir myndinni er sú að Valdimar er einn af Jólagestum Björgvins Halldórssonar þetta árið en sú skemmtun hefur notið mikillar hylli undanfarin ár. Þar koma vanalega fram fremstu skemmtikraftar landsins og í ár koma m.a. fram þessar stjörnur: Bubbi Morthens, Diddú, Eiríkur Hauksson, Helgi Björnsson, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius, Svala Björgvins og Þórunn Antónía.
Valdimar er því í ansi fríðum hópi skemmtikrafta en tónleikarnir fara fram þann 15. desember næstkomandi.