Valdi gekk Esjuna með Lækna Tómasi og Andra Snæ
Styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið
Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið en fjölmargir Suðurnesjamenn munu hlaupa þar til góðs. Þegar hafa safnast rúmar 28 milljónir til góðra málefna í tengslum við hlaupið.
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson hefur vakið talsverða athygli fyrir þátttöku sína en kappinn hefur lagt talsvert af og verið duglegur í ræktinni. Í hópi einstaklinga er Valdimar nú meðal duglegustu safnara, en hann hefur safnað 366 þúsund krónum fyrir Krabbameinsfélag Íslands með þátttöku sinni.
Í gær skellti Valdi sér á Esjuna með góðum mönnum. Með í för var sjálfur Lækna Tómas Guðbjartsson, líka rithöfundurinn og forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason, auk Ásgeirs Aðalsteinssonar gítarleikara úr hljómsveitinni Valdimar.