Vagg og velta: Poppminjasafnið opnar nýja sýningu
Ný sýning Poppminjasafns Íslands opnar í Gryfjunni, Duushúsum laugardaginn 31. mars kl. 16:00.
Sýningin nefnist Vagg og velta, rokkárin á Íslandi og vísar titillinn í frægt rokklag sem Erla Þorsteinsdóttir söng inn á plötu fyrir réttum fimmtíu árum. Lagið þótti óhæft í Ríkisútvarpinu og var því bannað.
Rokkárin einkenndust af andúð margra hinna eldri á hömluleysi æskunnar sem var að brjótast til frelsis og eigin sköpunar. Nýir kraftmiklir tímar voru að hefjast þar sem táningurinn stökk fram alskapaður með nýrri tísku, nýjum tækjum og flottum bílum. Með frumlegri hönnun Ólafs Engilbertssonar hefur tekist að fanga tíðarandann á skemmtilegan hátt og jafnframt er fróðlegur texti fyrir áhugasama á sýningunni og í sýningarskrá. Ólafur hafði samband við fjölda heimildarmanna við vinnslu sýningarinnar.
Við opnun sýningarinnar munu þau Skapti Ólafsson og Helena Eyjólfsdóttir rifja upp gamla rokktakta með aðstoð rokksveitar Rúnars Júlíussonar. Skapti gerði einmitt fyrstu rokkupptökuna hér á landi, Allt á floti, en sú plata var einnig bönnuð á Ríksútvarpinu og Helena kom fyrst fram á fyrstu erlendu rokktónleikunum, Tónaregni með Tony Crombie vorið 1957.
Gestum sýningarinnar mun einnig gefast færi á að sjá rokkkvikmyndirnar Rock Around the Clock og Rock, Rock, Rock, sem gerðu allt vitlaust árið 1957.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 13:00 til 17:30, ókeypis aðgangur.
Af vefsíðu Reykjanesbæjar
VF-mynd/Þorgils: Starfsmenn safnsins eru nú í óða önn að stilla upp munum á sýninguna.
Sýningin nefnist Vagg og velta, rokkárin á Íslandi og vísar titillinn í frægt rokklag sem Erla Þorsteinsdóttir söng inn á plötu fyrir réttum fimmtíu árum. Lagið þótti óhæft í Ríkisútvarpinu og var því bannað.
Rokkárin einkenndust af andúð margra hinna eldri á hömluleysi æskunnar sem var að brjótast til frelsis og eigin sköpunar. Nýir kraftmiklir tímar voru að hefjast þar sem táningurinn stökk fram alskapaður með nýrri tísku, nýjum tækjum og flottum bílum. Með frumlegri hönnun Ólafs Engilbertssonar hefur tekist að fanga tíðarandann á skemmtilegan hátt og jafnframt er fróðlegur texti fyrir áhugasama á sýningunni og í sýningarskrá. Ólafur hafði samband við fjölda heimildarmanna við vinnslu sýningarinnar.
Við opnun sýningarinnar munu þau Skapti Ólafsson og Helena Eyjólfsdóttir rifja upp gamla rokktakta með aðstoð rokksveitar Rúnars Júlíussonar. Skapti gerði einmitt fyrstu rokkupptökuna hér á landi, Allt á floti, en sú plata var einnig bönnuð á Ríksútvarpinu og Helena kom fyrst fram á fyrstu erlendu rokktónleikunum, Tónaregni með Tony Crombie vorið 1957.
Gestum sýningarinnar mun einnig gefast færi á að sjá rokkkvikmyndirnar Rock Around the Clock og Rock, Rock, Rock, sem gerðu allt vitlaust árið 1957.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 13:00 til 17:30, ókeypis aðgangur.
Af vefsíðu Reykjanesbæjar
VF-mynd/Þorgils: Starfsmenn safnsins eru nú í óða önn að stilla upp munum á sýninguna.