Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Væri til í að vera ennþá í grunnskóla
Anna Lára Vignisdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 10. október 2022 kl. 07:00

Væri til í að vera ennþá í grunnskóla

Nafn: Anna Lára Vignisdóttir
Aldur: 18 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Körfubolti og tónlist

„Ég væri alveg ennþá til að vera í grunnskóla ef ég á að segja eins og er,“ segir Anna Lára aðspurð hvers hún saknar mest við grunnskóla. Anna Lára er á fjölgreinabraut í FS og æfir körfubolta með Keflavík.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? 

Ég sakna mest Skólamatar og fara í íþróttir. Ég væri alveg til í að vera ennþá grunnskóla ef ég á að segja eins og er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? 

Ég nennti ekki alveg að vakna klukkan sex alla morgna, þannig FS varð fyrir valinu.

Hver er helsti kosturinn við FS? 

Ég bý rétt hjá og námið er hentugt.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? 

Það er mjög virkt.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? 

Alltof margir koma til greina.

Hver er fyndnastur í skólanum?  

Agnes María.

Hvað hræðist þú mest? 

Ég hræðist trúða mest.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? 

Samsoe buxur eru heitar þessa stundina en tréskeiðar í ísbúðum eru ekki málið. 

Hvert er uppáhaldslagið þitt? 

Alltof mörg en myndi segja Fimm með Bríeti og ekkert með Bubba klikkar.

Hver er þinn helsti kostur? 

Myndi segja að ég væri dugleg.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? 

Tiktok og Snapchat.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? 

Stefni á að verða lögga.

Hver er þinn stærsti draumur? 

Að eignast hund.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? 

Frekja, er mjög ákveðin.