Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Væri ekki til í að vera að byrja í poppinu
Laugardagur 13. september 2014 kl. 12:00

Væri ekki til í að vera að byrja í poppinu

Magnús og Jóhann með tónleika í Garðinum í kvöld

Þeir Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann hafa verið að í tónlistinni síðan árið 1972. „Við köstuðum frá okkur rekunum og sögðum upp vinnunni. Við ætluðum að gera plötu.“  Þeir eru enn í fullu fjöri og hafa báðir lifað á tónlistinni í rúmlega 40 ár. Þeir gerðu síðast saman plötu árið 2012 en troða ennþá upp við hin ýmsu tilefni. Þeir slógu strax í gegn árið ‘72 en þá var mikið að gera í að spila um allar trissur. Síðar fluttu þeir til Englands þar sem reyndu fyrir sér í tónlistinni. Allt fram til 1985 hafði Keflvíkingurinn Jóhann nóg á sinni könnu í tónlist. „Milli 1990-2000 þá var þetta orðið talsvert hark. Sem betur fer hafði ég vit á því að kaupa mér íbúð og koma undir mig fótunum þegar maður hafði sem mestar tekjur. Ég verð þó að segja það að ég myndi ekki vilja að við Maggi værum að byrja í dag. Plötusalan er alveg skelfileg. Það getur vel verið að þetta eigi eftir að jafna sig, maður veit ekkert um það, en mér finnst leiðinlegt hvernig þetta er orðið,“ segir Jóhann. Hann segist stundum hafa hugsað um það að hætta en þá hafi jafnan einhver verkefni komið inn á borð til hans. „Maður hefur ekki mikið upp úr þessu en í gegnum tíðina hefur maður lært að lifa á þessu.“

Stolinn Söknuður?

Magnús hefur samið ýmis þekkt lög sem hafa lifað með landanum. Eitt að þeim er lagið Söknuður sem Hafnarmaðurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði ódauðlegt á sínum tíma. Jóhann og fleiri telja að því lagi hafi verið stolið, en lagið You raise me up, með Josh Groban, er 97% líkt laginu hans Jóhanns. „Það er ennþá í ferli og enn vonarneisti,“ segir Jóhann en hann hefur lögsótt norska höfundinn sem samdi lagið. Sá norski dvaldi víst hér á Íslandi nokkrum sinnum og telur Jóhann allar líkur á því að hann heyrt Söknuð í einni af heimsóknum sínum hérlendis. „Þetta er erfitt mál þar sem stórir aðilar eru þarna á bakvið sem hafa réttinn.
Jóhann hefur m.a. fengist við það að semja lög fyrir Umhyggju, félag langveikra barna. Hann segist vera með tilbúna plötu þar sem hann semur lög við kvæði eftir séra Friðrik Friðriksson, en hann hefur fengist við að semja lög fyrir ljóð og kvæði í gegnum tíðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús og Jóhann halda nokkuð í ræturnar þrátt fyrir að vera búsettir utan Suðurnesjanna. Þeir spila mikið á svæðinu og troða m.a. upp í Garðinum á Tveimum vitum um helgina
„Það eru sterkar þessar rætur í Keflavík. Það var gaman að alast þarna upp sem barn, mikið fjör,“ segir Jóhann sem þar fékk sitt tónlistarlega uppeldi. „Ég held að maður hefði aldrei orðið fyrir eins miklum áhrifum í tónlistinni, ef ekki hefði verið fyrir Kanaútvarpið. Maður hafði ekki efni á að kaupa sér mikið af plötum en þarna hefði hann heyrt alla flóruna. Maður var með þetta í eyrunum allan sólarhringinn. Það var svakaleg gróska hérna sem kannski var ekki til staðar annars staðar. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því hvað margir tónlistarmenn komu frá svæðinu á ákveðnu tímabili,“ segir Jóhann.