Útvarpsstjarna Íslands: „Mest í húmornum“
Páll Kristófersson gæti orðið næsta Útvarpsstjarna Íslands en hann tekur einmitt þátt í þeirri keppni á útvarpsstöðinni Kiss FM. Rúmlega 100 manns skráðu sig til leiks í keppnina en nú standa níu eftir og er Páll á meðal þeirra.
„Ég ákvað að skrá mig í þessa keppni þar sem ég hef verið að vinna í gröfum og þessu í sjö eða átta ár og kominn tími á að breyta til,“ sagði Páll við Víkurfréttir. Páll starfar hjá A. Pálssyni í Sandgerði en ef hann vinnur þá verður hann dagskrárgerðarmaður í sprækari kantinum. „Ég er svona mest í húmornum, hef gaman af því að fá fólk til að brosa og hlæja og langar til þess að koma með eitthvað nýtt og frumlegt inn í útvarpsfólruna,“ sagði Páll sem þegar hefur farið tvisvar sinnum í loftið og nú síðast á miðvikudag.
„Ef þetta gengur ekki upphjá mér þá held ég bara ótrauður áfram og reyni að fá vinnu við þetta annars staðar,“ sagði Páll að lokum. Kosning um Útvarpsstjörnu Íslands er á www.kissfm.is
VF-myndir/JBÓ