Útskriftir í grunnskólum
Skólaslitum þriggja skóla var gerð skil í Víkurfréttum í dag, en sökum plássleysis var ekki hægt að hafa tæmandi upptalningu á verðlaunahöfum. Hér á eftir fylgir full útlistun frá skólunum:
Holtaskóli:
Skólaslit Holtaskóla fóru fram við hátíðlegar athafnir fimmtudaginn 7. júní í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Nemendur mættu prúðbúnir, margir hverjir í fylgd með foreldrum, tilbúnir að taka við vitnisburði vetrarins áður en haldið var út í sumarið. Á skólslitunum flutti skólastjórinn Jóhann Geirdal ræðu, nemendur fluttu tónlist og fjölmargar viðurkenningar voru veittar nemendum fyrir góðan árangur.
Á skólaslitum yngsta stigs léku Tinna Björg Gunnarsdóttir og Karitas Guðrún Fanndal saman á píanó, Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu:
1. bekkur: Allir nemendur hlutu viðurkenningarskjöl fyrir hópaskiptingu og vináttu. 2. bekkur: Allir hlutu viðurkenningu fyrir framfarir í lestri.
3. bekkur: Reynir Þór Reynisson og Birta Gunnarsdóttir hlutu viðurkenninu fyrir mestar framfarir í lestri. Agnes Sigurþórsdóttir og Tómas Óskarsson hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Guðlaugur Ari Grétarsson og Samúel Þór Traustason hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í skrift.
4. bekkur: Andri Berg Ágústsson og Eiður Snær Unnarsson hlutu viðurkenningu fyrir mestar framfarir í lestri. Grétar Ágúst Agnarsson og Eiður Snær Unnarsson hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Sverrir Svanhólm Gunnarsson og Magni Arngrímsson hlutu viðurkenningu fyrir framfarir í skrift.
Á miðstigi lék Ástþór Sindri Baldursson á selló verkið Russian Wedding við mikinn fögnuð viðstaddra. Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningar:
5. bekkur: Lovísa Guðjónsdóttir og Ólafur Guðmundsson fyrir framfarir. Sigurrós Þorgrímsdóttir og Helena Ósk Árnadóttir fyrir hæstu einkunn.
6. bekkur: Gunnhildur Gunnarsdóttir og Aron Geir Guðmundsson fyrir framfarir. Elva Dögg Sigurðardóttir og Ámundi Georg Hlynsson fyrir hæstu einkunn.
7. bekkur: Arna Lind Kristinsdóttir og Védís Elva Þorsteinsdóttir fyrir framfarir. Birna Helga Jóhannesdóttir og Aron Breki Skúlason fyrir hæstu einkunn. Elvar Ingi Ragnarsson og Kristjana Hanna Benediktsdóttir fyrir þátttöku í Stóru upplestrarkeppninni en þar lenti Elvar Ingi í 3. sæti og Kristjana Hanna í því 1.
Á unglingastigi voru 43 nemendur úr 10. bekk útskrifaðir með pompi og pragt og að því loknu boðið til kaffisamsætis með foreldrum og starfsfólki skólans. Dagmar Rós Skúladóttir lék prelúdu á píanó og Þórunn Birna Borgarsdóttir lék á píanó og söng Forever Young e. hljómsveitina Alphaville. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar:
8. bekkur: Lilja Björg Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í myndmennt. Elísabet Mjöll Jensdóttir hlaut viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Textílmennt og hönnun og smíði. Eva Rós Haraldsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimilisfræði. Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í 8. bekk hlaut Kristjana Vigdís Ingvadóttir. Viðurkenningu fyrir framfarir í 8. bekk hlaut Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir.
9. bekkur: Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur og fyrir framfarir hlaut Þórdís Birna Borgarsdóttir.
10. bekkur:
Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íslensku hlutu Sveindís Þórhallsdóttir og Bjarni Benediktsson.
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í ensku hlutu Anton Jarl Jóhannsson, Bjarni Benediktsson, Eva Mjöll Arnardóttir, Sveindís Þórhallsdóttir og Sveinn Valtýr Einarsson.
Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í dönsku hlutu Anton Jarl Jóhannsson, Bjarni Benediktsson, Eva Mjöll Arnardóttir og Sveindís Þórhallsdóttir.
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði hlutu Berta Björnsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sveinn Valtýr Einarsson.
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði hlutu Anton Jarl Jóhannsson, Bjarni Benediktsson, Eva Mjöll Arnardóttir og Sveinn Valtýr Einarsson.
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsfræði hlaut Bjarni Benediktsson.
Íþróttakona ársins var valin Selma Kristín Ólafsdóttir og íþróttamaður ársins var valinn Bjarni Benediktsson.
Viðurkenningu fyrir mestu framfarir í 10. bekk hlaut Dagmar Rós Skúladóttir.
Viðurkenningu fyrir hæstu skólaeinkunn í 10. bekk hlaut Bjarni Benediktsson.
Viðurkenningu fyrir góða ástundun í Holtaskóla hlutu þau Bjarni Benediktsson og Eva Mjöll Arnardóttir.
Námsráðgjafarósina hlutu þau Jón Guðmundsson og Zohara Kristín nemendur í nemendaráðgjöf.
Einnig fengu allir nemendur í gjöf frá skólanum merktan trefil í lit skólans og á þeim stóð úts
Uppskeru- og útskriftarhátíð Myllubakkaskóla
-Grein frá Brynju Árnadóttur, skólastjóra.
Eftir viðburðaríkan vetur var skólastarfi Myllubakkaskóla slitið föstudaginn 8. júní. Ánægjulegt var að sjá hve margir foreldrar áttu tækifæri til að vera viðstaddir og njóta stundarinnar ásamt skólafólkinu. Kórsöngur, einsöngur og tónlist hleyptu gleði í samkomugesti á þessum degi þegar vetrarstarfinu lauk og frelsi sumarsins heilsaði. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur í bóklegum og verklegum greinum, fyrir samstöðu í leik og snyrtilega umgengni, góða og skemmtilega hegðun og umgengni í skólanum, fyrir framfarir, virkni og sýningu á leikritum í tónmenntatímum. Hópur drengja fékk einnig viðurkenningu fyrir að veita húsverði ómetanlega aðstoð í sal skólans og heiðursverðlaun skólans, kennaraeplið, hlaut María Kjartansdóttir m.a. fyrir að vera drengur góður og vinur vina sinna.
Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar heiðraði leikhóp skólans með því að gefa honum 100.000 krónur til tækjakaupa sem nýtast við leiksýningar skólans í framtíðinni. Þessari gjöf fylgdi einnig vilyrði um fríar auglýsingar í Víkurfréttum þegar næsta verk verður sett á svið.
Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: Í 1. bekk, Along Alexander Loftsson, Daníel Gunnarsson og Sunneva Bergmann Vignisdóttir, 2. bekk, Jakup Ingvar Pitak og Þröstur Ingi Smárason, í 3. bekk Jón Ásgeirsson og Sandra Ólafsdóttir, í 4. bekk Aníta Lind Róbertsdóttir og Rannveig Ósk Smáradóttir, í 5. bekk Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir, í 6. bekk Dominika Wroblewska, Hera Ketilsdóttir og Rán Ísold Eysteinsdóttir, í 7. bekk Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir og Joanna Katarzyna Kracius, í 8. bekk Andrea Björg Jónsdóttir og Eyþór Ingi Júlíusson, í 9. bekk Anna Guðrún Heimisdóttir, Hafþór I. G. Sigurðsson og Hanna Ósk Ólafsdóttir.
Skriftarviðurkenningu úr minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar hlutu Aníta Lind Róbertsdóttir, Kristina Marie Buchanan og Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í list- og verkgreinum hlutu Andrea Björg Jónsdóttir, Cuong Manh Vu og Ponchai Suksawang. Húsasmiðjan veitti Dace Liepina viðurkenningu fyrir tæknimennt og Elín Anna Guðmundsdóttir fékk viðurkenningu frá Innrömmun Suðurnesja fyrir góðan námsárangur í myndmenntavali. Danska menntamálaráðuneytið veitti Bjarndísi Ýr Albertsdóttur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku og Myllubakkaskóli veitti Heru Sól Harðardóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku. Magnús Karl Ásmundsson fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur í náttúrufræði og hann hlaut einnig viðurkenningu úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar fyrir góðan árangur í stærðfræði. Elsa Dóra Hreinsdóttir og María Kjartansdóttir hlutu viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í dagskóla Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þær hafa báðar sinnt námi sínu með mjög góðum árangri. Menntamálaráðuneytið og Hið íslenska bókmenntafélag veittu Ingibjörgu Írisi Ásgeirsdóttur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á samræmdum prófum en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir hið sama úr Minningarsjóði Vilhjálms Ketilssonar, auk þess fékk hún viðurkenningu skólans fyrir góðan námsárangur í íslensku. Penninn veitti Bjarka Rúnarssyni og Ingjbjörgu Írisi Ásgeirsdóttur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á lokaprófi úr grunnskóla.
Auk þeirra sem að framan eru taldir prýða margir góðir nemendur skólann okkar og spurning hvort nokkurn tíma verði hægt að viðurkenna alla þá sem eiga það skilið. Til gamans má geta þess að Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir vann námsefni 9. bekkjar sumarið 2006 og settist í 10. bekk um haustið. Hún getur því sagt eins og Cesar forðum: „Ég kom, sá og sigraði.“
Að lokum vill starfsfólk skólans þakka nemendum, foreldrum/aðstandendum og öðru samstarfsfólki samvinnu vetrarins og óskar öllum ánægjulegs sumars.
Heiðarskóli:
Skólaslit Heiðarskóla fóru fram þann 7. júní á sal skólans. Nemendur mættu í skólann til að fá afhentan vitnisburð vetrarins og voru veittar viðurkenningar fyrir árangur og ástundun í hinum ýmsu námsgreinum. Þá var útskrift nemenda í 10. bekk eftir hádegi. Nemendur í 10. bekk mættu prúðbúnir til útskriftar ásamt foreldrum og forráðamönnum. Að lokinni útskrift var boðið upp á kökur, kaffi og gos.Í 10. bekk hlutu eftirfarandi nemendur viðurkenningar:
Íslenska: Anný Rós Guðmundsdóttir, Elín Óla Klemensdóttir og Ástrós Skúladóttir
Enska: Aðalsteinn Axelsson og Anný Rós Guðmundsdóttir
Danska: Ástrós Skúladóttir
Stærðfræði: Arnar Guðjón Skúlason og Aðalsteinn Axelsson
Framúrskarandi árangur í stærðfræði: Elín Óla Klemenzdóttir
Náttúrufræði: Anný Rós Guðmundsdóttir
Samfélagsfræði: Anný Rós Guðmundsdóttir
Íþróttir og sund: Ástrós Skúladóttir og Arnar Guðjón Skúlason
Góður árangur á samræmdum prófum: Anný Rós Guðmundsdóttir
Glerlist: Ástrós Skúladóttir
Skartgripagerð: Elín Óla Klemensdóttir
Matreiðsla: Ólína Ýr Björnsdóttir
Myndlist: Sylvía Dögg Pálsdóttir
Góð störf i nemendaráði: Lovísa Kjartansdóttir og Jenný Þorsteinsdóttir
Prúðmennska, ríkuleg þátttaka í félagsstarfi í skólanum og góð fyrirmynd: Bjarni Reyr Guðmundsson og Kristín Ósk Gísladóttir.
Við útskriftina voru einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa styrkt skólann með ráðum og dáð einnig veittur þakklætisvottur.