Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Útskriftarhátíð í Duushúsum
Miðvikudagur 4. maí 2005 kl. 13:46

Útskriftarhátíð í Duushúsum

Leikskólinn Vesturborg hélt útskriftarhátíð í dag og var að því tilefni opnuð listasýning í Bíósal Duushúsa.

Á hátíðinni settu hópar nemenda á svið hin ýmsu ævintýri, þulur og þjóðsögur og má meðal annars nefna „Græn eru laufin“ sem Leikhópurinn fór með og frumsamið verk Pennahópsins sem byggir á sögunni „Engill í vesturbænum“en heitir nú „Engill í Keflavík.“

Kamilla Ósk Karlsdóttir elsti nemandi Vesturbergs og Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi opnuðu listasýninguna. Þar eru til sýnis listmunir eftir nemendur leikskólans og er ennfremur hægt að kaupa munina. Ágóðinn rennur til ferðasjóðs Vesturbergs.

Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi, lagði til listasafnið kæmi sér upp safni af verkum yngstu kynslóðarinnar. Eitt af höfuð markmiðum safnsins er að halda utan um og sýna verk eftir sem fjölbreyttastan hóp.


VF-mynd/Margrét
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024