Útlendingar sækja í fuglalífið í Sandgerði
Reynir Sveinsson á Fræðasetrinu í Sandgerði segist finna fyrir gríðarlega mikilli aukningu ferðamanna og margir greinilega að nýta sér Suðurstrandarveginn, en Reynir segist gefa sér góðan tíma til þess að spjalla við ferðamenn og forvitnast um ferðir þeirra og áhugasvið. Hann segir að margir hafi á orði að hér að svæðinu séu tvö af flottari tjaldstæðum landsins, þá á hann við tjaldstæðin í Grindavík og Sandgerði.
Reynir segir mikið af Þjóðverjum koma hingað og nýta sér þjónustu hér í Sandgerði.
Útlendingarnir sækja mikið í fuglalífið hérna á svæðinu. „Með tilkomu Ósabotnavegar opnast hér skemmtilegur hringur sem allur skaginn getur notið góðs af.“
Víkurfréttir taka púlsinn á ferðamannastraumi til Suðurnesja og ræða við ýmsa aðila úr ferðabransanum í næsta tölublaði.