Útivistarreglur gilda einnig á Ljósanótt
Breytingar tóku gildi í gær.
Einn haustboðanna er breyting á útivistarreglum barna, en nýjar reglur tóku gildi í gær, 1. september.
Ljósanótt er framundan og gilda svona reglur að sjálfsögðu einnig þá.
Saman hópurinn og Ríkislögreglustjóri hafa gefið út meðfylgjandi orðsendingu til að minna á þessar árlegu breytingar. Reglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum en forleldrum er einnig frjálst að stytta útivistartímana.