Útimessa við Prestvörðu á sunnudagskvöld
Sr. Sigurður Grétar leiðir útimessu við Prestsvörðu sunnudagskvöld 11. ágúst kl. 20. Lagt verður af stað frá golfskálanum í Leiru kl. 19.30.
Veður þarf ekki að stoppa neinn því fólk klæðir sig eftir veðri. Presturinn tekur gítarinn með í för. Þá verður söngur, hugvekja og bæn undir bláhimni (eða ringingarhimni).
Tilvalið að taka með nesti fyrir „messukaffi“.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				