Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Útilífsnámskeið skátafélagsins Heiðabúa
Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 15:00

Útilífsnámskeið skátafélagsins Heiðabúa

Skátafélagið Heiðarbúar hefur staðið fyrir útilífsnámskeiðum í sumar fyrir börn á aldrinum 8 - 11 ára. Námskeiðin standa til 13. ágúst og er enn hægt að skrá sig á þrenn þeirra.

Meðal viðfangsefna á námskeiðunum er gönguferð með krefjandi verkefnum, klifur og sig, bindingar og trönugerð, kajaksiglingar, útieldun, náttúruskoðun, sund, fjöruferð, áttavitanotkun, skátaleikir og ýmislegt fleira spennandi. Hvert námskeið stendur yfir í 5 daga og lýkur því með einnar nætur útilegu.

Leiðbeinendur eru Helgi V. Biering og Bergþóra Ólöf Björnsdóttir. Helgi starfar hjá skátafélaginu árið um kring en hann hefur einnig starfað í björgunarsveitum. Helgi hefur lokið Gilwellþjálfun og leiðbeinendanámskeiði 1. Bergþóra hefur starfað sem skáti í 9 ár og gegnt flokksforingja- sveitaforingja- ylfinga- og dróttskátaforingjastarfi. Hún hefur lokið skyndihjálpar- og útilífsnámskeiði hjá Bandalagi íslenskra skáta og árið 2002 hlaut hún forsetavörðuna.

Námskeiðið kostar kr.7000 og er innifalið í verði öll dagskrá og kostnaður við ýmsa dagskrárliði

Enn er hægt að skrá sig á eftirtalin námskeið:

Námskeið 3: Dagana 26.-30. júlí í Sandgerði
Námskeið 4: Dagana 3.-7. ágúst í Garðinum
Námskeið 5: Dagana 9.-13. ágúst í Keflavík

Hægt er að skrá sig á vef útilífsnámskeiða Heiðabúa á slóðinni www.utilifsnamskeid.tk

Upplýsingar:
Skátafélagið Heiðabúar
Hringbraut 101
230. Reykjanesbæ
Sími: 4213190 og 8604470
[email protected]
www.heidabuar.tk


Af vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024