Útgáfuhátíð Geimsteins í kvöld
Uppskeruhátíð og útgáfutónleikar Geimsteins verða á veitingahúsinu Ránni í Keflavík í kvöld. Húsið opnar kl. 21 og er aðgangseyrir 1000 krónur.
Elsta hljómplötuútgáfa landsins, Geimsteinn heldur, upp á giftusamt útgáfuár um þessar mundir. Listamenn útgáfunnar hafa þetta árið dælt út hverjum slagaranum á fætur öðrum og á útgáfan til að mynda 6 lög í efstu 15 sætum vinsældarlista Rásar 2. Mörg vinsælustu og mest spiluðu lög ársins 2010 koma frá Geimsteins útgáfunni og má t.d. nefna Negril með Bjartmari og bergrisunum, Gamla grafreitinn með Klassart og Ein stök ást með Lifun.
Í kvöld koma fram:
Breiðbandið
Deep Jimi and the Zep Creams
Lifun
Klassart
Valdimar