Urrandi karaokefjör í Stapa
Það er heldur betur búið að vera fjör í Stapanum í kvöld. Þar hafa 180 starfsmenn leikskólanna í Reykjanesbæ verið á árlegu karaokekvöldi og stemmningin þar hefur verið urrandi skemmtileg, eins og einum gestanna komst að orði. Þegar þetta er skrifað lágu úrslit ekki fyrir en meðfylgjandi mynd Hilmars Braga segir ýmislegt um stuðið á mannskapnum í Stapa í kvöld. Nánar síðar.