Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 13. desember 2001 kl. 10:22

Úr eggjum á kranabíl

Það er enginn skortur á athafnamönnum hérna á Suðurnesjum. Einn þeirra er Guðmundur Óli Reynisson sem í daglegu tali er einfaldlega kallaður Óli. Síðustu 15 árin hefur hann starfað sem eggjabóndi en fannst tími til kominn að breyta til. Úr varð að stofna kranafyrirtækið Ó.R kranar og hefja reksturinn. Óli segir að það sé nóg að gera hjá sér. Hann tekur að sér hverskyns verkefni sem krefjast kranavinnu. Bíllinn sem hann er með er svokallaður 60 tonna kranabíll og er þar vísað til þyngdarinnar sem hann getur lyft. Þeir sem þurfa á kranaþjónustu að halda geta hringt í Óla í síma 892-2411
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024