Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Uppspretta, vatnstankur verður listaverk
Miðvikudagur 10. júlí 2013 kl. 22:58

Uppspretta, vatnstankur verður listaverk

Ætlunin er að breyta gömlum vatnstanki í eigu bæjarins í útilistaverk með aðstoð listhóps að nafni Toyistar. Toyistasamtökin eru alþjóðlegur listhópur 28 félaga með varnarþing í Hollandi en þrír listamannanna eru íslenskir og búa í Reykjanesbæ. Hópurinn vinnur við að endurbæta gömul mannvirki og breyta þeim í listaverk og hefur unnið við svipuð verkefni víða og hér í viðhengi má sjá dæmi um tank sem málaður var í Emmen í Hollandi og afhjúpaður 2010. Tankurinn er staðsettur á vinsælu útivistasvæði í Reykjanesbæ og gæti orðið með þessari breytingu til mikillar prýði og auk þess góður segull fyrir ferðamenn.

Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir vegna tanksins hvort eð er, þar sem hann er staðsettur á vinsælu útivistasvæði í bænum og er orðinn til óprýði. Þarna er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, vinna umhverfinu gagn um leið og búinn er til einstakur listgripur með alþjóðlega tilvísun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vatnstankurinn yrði til mikillar prýði og gæti með góðri kynningu orðið einstakur segull í alþjóðlegri ferðaþjónustu á svæðinu.  Þarna tengjast myndlist og umhverfisvernd á skemmtilegan hátt sem örugglega vekur áhuga ferðamanna og umhverfisferðamennska er nýr þáttur sem mætti verða stærri. Einnig tengist þetta verkefni Toyistanna öðrum svipuðum verkefnum í öðrum löndum og þannig gæti orðið til einhvers konar leiðangur milli staðanna og Reykjanesbær orðið einn af áfangastöðunum á þeirri vegferð. Tankurinn yrði algjörlega einstakt verk í íslenskum veruleika en um leið hluti af alþjóðlegri keðju umhverfislistaverka og þannig yrði Ísland enn þekktara en áður fyrir jákvæðni í garð umhverfisverndar