Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Uppskriftakeppni um besta saltfiskinn
Mánudagur 11. mars 2013 kl. 09:51

Uppskriftakeppni um besta saltfiskinn

Lífið er saltfiskur, saltfiskhelgi MSM og Grindavíkurbæjar, saltfiskuppskriftarkeppni, saltfiskveisla, saltfisksýning. Félagið Matur-saga-menning (MSM) og Grindavíkurbær standa fyrir uppskriftakeppni um besta saltfiskréttinn 2012. Matreiðslumennirnir Sigurvin Gunnarsson og Friðrik V. Karlsson meðlimir í MSM velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til [email protected] í síðasta lagi 17. mars

Vinningsuppskriftir verða valdar í lok Menningarviku Grindavíkur, sjá nánar um fjölbreytta dagskrá á www.grindavik.is

1. verðlaun eru kr. 30.000, 2. verðlaun kr. 20.000, 3. verðlaun kr.  10.000, 4. verðlaun kr. 5.000 og 5. verðlaun kr. 5.000.  Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á vefsíðum www.matarsetur.is og www.grindavik.is.

Í Menningarviku mun Salthúsið í Grindavík bjóða upp á saltfiskrétti sjá www.salthusid.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024