Uppskeruhátíð Geimsteins í kvöld
Uppskeruhátíð Geimsteins fer fram á veitingahúsinu Ránni í Reykjanesbæ í kvöld, fimmtudaginn 3. desember og hefst dagskráin kl. 20:30.
Fram koma Deep Jimi and the Zep Creams, Hjálmar, Bjartmar Guðlaugsson, Áhöfnin á Halastjörnunni, Klassart og loks synir Rúnars Júlíussonar.
Miðaverð á hátíðina er 1500 krónur.