Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 07:25

Uppselt á Harry Potter í Keflavík á föstudag!

Kvikmyndin um galdrastrákinn Harry Potter verður frumsýnd í Sambíóum Keflavík nk. föstudag, 30. nóvember. Alla næstu viku verða síðan sýningar á myndinni kl. 5, 8 og 10. Myndin hefur farið sigurför um allan heim en hún er byggð á samnefndri skáldsögu um Harry Potter sem er boðin vist í galdraskóla á 11 ára afmæli sínu en hann hefur alla ævi alist upp hjá skyldfólki.
Í galdraskólanum er ýmislegt furðulegt í gangi og Harry Potter lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Bækurnar um galdrastrákinn hafa notið gífurlegra vinsælda á Íslandi sem og annarsstaðar bæði hjá börnum og fullorðnum og því kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér í bíó. Forsala á myndina er nú þegar hafin og á þriðjudag var við það að verða uppselt á fyrstu sýningar. „Það eru dæmi um að heilu bekkirnir hafi tekið sig saman og keypt miða á sýninguna“, segir Davíð Jónatansson, bíóstjóri en allt stefnir í það að kvikmyndin hljóti metaðsókn í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024