Upplýstar byggingar á Ljósanætur-laugardagskvöldi
Nokkrar byggingar voru lýstar upp í Reykjanesbæ um liðna helgi í tilefni af því að þá hefði átt að vera Ljósanótt. Hljómahöll, Gamla búð, Akurskóli, Sporthúsið á Ásbrú og gamla frystihúsið í Höfnum voru skreytt með skrautlegri lýsingu á laugardagskvöldið. Meðfylgjandi eru myndir af Hljómahöllinni, Gömlu búð og Sporthúsinu.