Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Uppboð til styrktar MND félaginu verður 4. febrúar
Þriðjudagur 24. janúar 2006 kl. 18:32

Uppboð til styrktar MND félaginu verður 4. febrúar

Uppboð til styrktar MND félaginu verður haldið í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur laugardaginn 4. febrúar en ekki næsta laugardag, eins og missagt var í frétt á vefnum fyrr í dag. Húsið opnar kl. 14 og uppboðið hefst kl. 15. Gengið er inn um aðalinngang en uppboðið fer fram á -3. hæð eða þrjár hæðir niður.

Uppboðshaldari er Gísli Einarsson fréttamaður. Músík og ljóðalestur fyrir uppboðið. Léttar veitingar í boði Orkuveitunar. Meðal annara flytur Hörður Torfa nokkur lög.

Þetta er hluti af verkefninu “Ljóð í sjóð”, en það mun koma út myndskreytt ljóðabók, ásamt CD disk, með vorinu.

Listamennirnir sem gefa MND félaginu verk sín eru: Eiríkur Smith, Tolli, Gunnar Dal, Daði Guðbjörnsson, Pétur Gautur, Karólína Lárusdóttir, Helga Ármanns, Helga Unnars, Sigurður Óli, Víðir, Elvar, Hörður, Jón Arnar og fleiri. Við hvetjum alla til að mæta og styrkja gott málefni, segir í tilkynningu frá MND félaginu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024