Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Unnu 500 þúsund króna ferðavinning
Sunnudagur 5. júlí 2015 kl. 08:00

Unnu 500 þúsund króna ferðavinning

Vinningsmiðinn kom úr Nettó í Reykjanesbæ.

Fjölskylda úr Reykjanesbæ var fyrir helgi dregin út í Hello Joy leik Innnes og fékk 500.000 króna ferðavinning frá Heimsferðum í verðlaun. Vinningsmiðinn kom úr Nettó Reykjanesbæ.
 
Fjölskyldan; Daníel Fjeldsted Eðvarðsson, María Einarsdóttir, Daníel Már Daníelsson og Aron Ingi Daníelsson var að vonum mjög ánægð með vinninginn og er þegar farin að skoða hvaða ferð verður fyrir valinu. Að sögn foreldranna, Maríu og Daníels, þá kemur vinningurinn sér afar vel þar sem fjölskyldan var ekki búin að skipuleggja fríið og átti svo sannarlega ekki von á þessum glaðningi. „Við reiknuðum ekki með að komast út í ár en okkur hefur langað mikið til þess“ sagði þakklátur fjölskyldufaðirinn. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024