Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ungt fólk og lýðræði
Þriðjudagur 3. apríl 2012 kl. 10:50

Ungt fólk og lýðræði



Dagana 29. - 31. mars sl. fór fram ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fram á Hvolsvelli. Ráðstefnan var skipulögð að Ungmennafélagi Íslands og var vel sótt. Um 100 manns á aldrinum 15 til 25 ára sóttu ráðstefnuna. Þátttakendur frá Reykjanesbæ voru Thelma Lind Karlsdóttir og Thelma Rún Matthíasdóttir. Fararstjóri í ferðinni var Hafþór Birgisson tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.

Þær tóku að auki þátt ásamt fulltrúum úr grunnskólum Reykjanesbæjar í námskeiði sem haldið var tvo þriðjudaga í mars sem þær Helga Vala Gunnarsdóttir og Helga Margrét Guðmundsdóttir stýrðu þar sem farið var yfir lýðræði með ungu fólki. Námskeiðin og ráðstefnan er liður í undirbúningi fyrir stofnun Ungmennaráðs Reykjanesbæjar sem verður skipað eftir páska. Fræðslustjóra, félagsstarfakennurum, skólastjórum, framkvæmdarstjóra ÍT sviðs, Nýrri nálgun og þátttakendum eru færðar þakkir fyrir að námskeiðið hafi geti orðið að veruleika.

Að ofan er mynd af þátttakendum Reykjanesbæjar á ráðstefnunni á Hvolsvelli Thelma Lind er vinstra megin við forsetann og Thelma Rún til hægri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024