Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Vildi geta lesið hugsanir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 21. október 2023 kl. 06:16

Ungmenni vikunnar: Vildi geta lesið hugsanir

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Emelía Björk Nönnudóttir.
Aldur: 15.
Skóli: Stóru-Vogaskóli.
Bekkur: 10.
Áhugamál: Elda, baka og fleira.

Emelía Björk Nönnudóttir er fimmtán ára nemandi í Stóru-Vogaskóla sem er góðhjörtuð og traust. Hún er ekki búin að ákveða í hvaða framhaldsnám hún ætlar eftir grunnskóla. Emelía er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega íþróttir og íslenska.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Einhver í íþróttum, veit ekki hver.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Mér dettur ekkert í hug.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég veit ekki.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á mörg uppáhaldslög. Get ekki valið eitt.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingur.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Just go with it.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mat til að lifa, sæng svo mér verði ekki kalt og skemmtilega manneskju svo mér leiðist ekki.

Hver er þinn helsti kostur? Góð og traust.

Ef að þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Er ekki ákveðin.

Ef að þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Góðhjörtuð.