Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Tæki hestinn með á eyðieyju
Laugardagur 14. október 2023 kl. 06:00

Ungmenni vikunnar: Tæki hestinn með á eyðieyju

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Ásdís Elma Ágústsdóttir.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: Sandgerðisskóli og 10. bekk.
Áhugamál: Hef áhuga á öllu sem tengist í hestum.


Ásdís Elma er fimmtán ára nemandi í Sandgerðisskóla sem hefur brennandi áhuga á öllu sem tengist hestum. Hún stundar hestaíþróttir og langar að fara á hestabraut í Háskólanum á Hólum. Ásdís er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Heimilisfræði og náttúrufræði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Guðjón Þorgils Kristjánsson því hann er bara svo mikil stjarna.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar bekkurinn fór til Slóvakíu og við fórum á ball og dönsuðum geggjaðan slóvenskan dans.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Guðjón, hann fær alla til þess að hlæja sama hvað.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Brazy með Danill.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allt sem amma mín eldar, hún er algjör snillingur.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Fantastic Mr. Fox.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann minn til þess að ég gæti talað við alla vini mína og hringt í mömmu, grænt Vit-hit til þess að fá næringu og hestinn minn tæki ég með mér sem félagsskap og til að ferðast um á eyjunni.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er metnaðarfull og geri alltaf mitt besta.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég væri alveg til í að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera jákvæður. 

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara í Háskólann á Hólum á hestabraut.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Já, ég æfi hestaíþróttir.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg.