Ungmenni vikunnar: Ófeimin skellibjalla
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir
Aldur: 15
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 10.JGS
Áhugamál: Félagsstörf, tónlist, hönnun og list
Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir stefnir á nýsköpunar- og listabraut í Verzló en hana langar ekki að fórna öllum félagsstörfunum sem hún er í. Hildigunnur er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég dýrka að mæta í samfélagsfræði hjá Yngva og Jóhanni og íþróttir hjá Ásgerði!
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Held að langflestir hafa sagt og segja það ennþá að það verður Freysteinn.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég og vinkonu minar voru sendar fram úr tíma af því við vorum gjörsamlega að pissa og grenja úr hlátri.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ég er með það lélegan húmor að ég hlæ meira að segja af hlutum svo ég bara veit það ekki.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Á mjög mörg og fer í allskonar tímabil, núna er íslensk tónlist í miklu uppáhaldi svo eg segi Sjáum hvað setur með Moses Hightower.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Hamborgari.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? The Amazing Spiderman.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Írisi, Kristínu og Evu.
Hver er þinn helsti kostur? Er ófeimin og get sett mig í spor annarra.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleport.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er heiðarlegt og tekur mark á manni.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Stefni á nýsköpunar- og listabraut í Verzló. Langar að halda áfram í öllum félagsstörfunum sem ég er í og Tónlistarskólanum.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði? Ég er algjör skellibjalla.