Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG(menni) vikunnar: Metnaðarfullur og keppnissamur
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 26. mars 2022 kl. 07:05

UNG(menni) vikunnar: Metnaðarfullur og keppnissamur

Gabríel Aron Sævarsson er sextán ára og kemur frá Keflavík. Hann er metnaðarfullur íþróttagarpur og æfir bæði körfubolta og fótbolta með Keflavík. Gabríel gerir alltaf sitt besta og stefnir á að ná langt á sviði íþrótta.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 10. bekk.

Í hvaða skóla ertu?
Besta skólanum, Holtaskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?
Fyrir utan skóla geri ég nú ekki margt, er bara alltaf á æfingum og kíki stundum í tölvuna. Hvert er skemmtilegasta fagið?
Skemmtilegasta fagið er klárlega enska, gerum nánast ekkert í tímunum.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Líklegastur til að vera frægur í skólanum er klárlega ég, engin sérstök ástæða, ætla bara að verða það.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Það er pottþétt þegar við læstum Vilborgu stærðfræðikennara fyrir utan stofuna í 7. bekk og vorum bara að leika okkur inn í stofunni þangað til hún náði í lykla til að komast inn.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Það er 100% Gabriel Máni, hann er mesti fagmaður skólans og kemur manni alltaf að hlæja þó hann sé ekki að reyna.

Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru voða „basic“, þau eru fótbolti, körfubolti og ég hef mikinn áhuga á fötum og skóm líka.

Hvað hræðistu mest?
Það er örugglega að meiðast það illa að ég geti aldrei spilað íþróttir aftur, ég vona að ég muni aldrei upplifa það.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Akkúrat núna er uppáhaldslagið mitt The Bigger Picture með Lil Baby eða Starlight með Dave.

Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur er örugglega að ég hef gríðarlega mikinn metnað, mig langar alltaf að ná lengra eða gera betur. Ég líka mjög stundvís, mæti alltaf á réttum tíma og stundum mæti ég aðeins of snemma.

Hver er þinn helsti galli?
Þeir eru nú ekki margir en ef ég ætti að nefna einn væri það örugglega að ég geng sjaldan frá eftir mig, ég fæ líka oft að heyra það heima.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Ég nota snappið mest af öllum forritum, TikTok er líka hátt uppi á þessum lista en snappið er númer eitt.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Ég fíla mest þegar fólk er ekki feimið og það er auðvelt að tala við það.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Eftir grunnskóla ætla ég í FS en ætla að einbeita mér að íþróttunum og komast eins langt og ég get á því sviði.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Eitt orð er ekki auðvelt en ef ég ætti að velja eitt gott orð yrði það, keppnissamur. Ég er alltaf tilbúinn að keppast eða gera mitt besta til að vera bestur á öllum sviðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024