Ungmenni vikunnar: Hjálpsamur fótboltagaur
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Bjarni Dagur Jónsson.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: 10. bekkur Gerðaskóla.
Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum.
Bjarni Dagur Jónsson er fimmtán ára nemandi í tíunda bekk Gerðaskóla. Hann æfir fótbolta og ætlar í FS. Bjarni er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Bartosz Porzezinski, atvinnumaður í körfubolta.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Ekkert sem mér dettur í hug annað en að fara á Reyki með bekknum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Ögmundur Ásgeir og Bartosz Porzezinski.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? White Ferrari með Frank Ocean.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Beikonpasta.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Die Hard 1.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Sög til þess að saga niður tré. Kveikjara til þess að búa til eld og veiðistöng til þess að veiða fisk.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er fljótur að kynnast fólki og er stemningsmaður.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ósýnileiki.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Hjálpsemi.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í FS.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi fótbolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði, hvaða orð væri það? Fjörugur.