Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Góðhjörtuð  fótboltastelpa
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 25. nóvember 2023 kl. 06:17

Ungmenni vikunnar: Góðhjörtuð fótboltastelpa

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Sara Lind Edvinsdóttir.
Aldur: 15 ára.
Bekkur og skóli: 10 bekkur, Gerðaskóli.
Áhugamál: Fótbolti.

Söru Lind finnst íþróttir vera skemmtilegasta fagið í skólanum og æfir líka fótbolta. Hún er góðhjörtuð og hugsar vel um fólkið í kringum sig. Sara Lind er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Benedikt vegna þess að hann er í hljómsveit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Mér dettur enginn sérstök í hug.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örn Ingi.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Pure Cocaine (Lil Baby).

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingasalat.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? The Notebook.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Símann svo mér leiðist ekki, rúm til að sofa og mat til að verða ekki svöng, þá er ég í toppstandi.

Hver er þinn helsti kostur? Ég hugsa vel um fólkið í kringum mig.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég væri til í að geta flogið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í framhaldsskóla og halda áfram í fótboltanum.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Já, fótbolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum/sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Góðhjörtuð.