Ungmenni vikunnar: Ekki mikið af fyndnu fólki í skólanum
Ungmenni vikunnar:
Nafn: Adam Bjarki Sigurðsson.
Aldur: 14 ára.
Bekkur og skóli: 9. JS í Myllubakkaskóla.
Áhugamál: Arkitektúr og pólitík.
Adam Bjarki er fjórtán ára nemandi í Myllubakkaskóla sem hreinskilinn og hefur tapað í keppni um að borða sterkustu núðlurnar. Adam er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Sindri og vinir hans því þeir eru mjög góðir í fótbolta.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar það var keppni í skólanum í að klára að borða sterkustu núðlur í heimi. Ég brenndi mig mikið á vörunum og tungunni eftir það og varð að drekka helling af vatni (ég tapaði keppninni).
Hver er fyndnastur í skólanum? Ekki mikið af fyndnu fólki í skólanum mínum ef ég á að vera hreinskilinn.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ecuador með Sash og Killer með ABT.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Bjúgu með kartöflum og sósu er rosa gott.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Ég er ekki viss en mér finnst íslenskar bíómyndir vera skemmtilegar.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Ég væri með bát til þess að komast heim, ég myndi líka hafa nóg af olíu til að fylla á tankinn og mat svo að ég deyi ekki úr hungri.
Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er að ég er hreinskilinn.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Það væri næs að geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Fara í framhaldsskóla – örugglega FS.
Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir (hvaða)? Ég fer í ræktina.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Metnaðarfullur.