Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ungmenni vikunnar: Almennilegur og góður í mörgum íþróttum
Sunnudagur 10. september 2023 kl. 06:08

Ungmenni vikunnar: Almennilegur og góður í mörgum íþróttum

Ungmenni vikunnar:
Nafn: Stefán Máni Stefánsson
Aldur: 15 ára
Skóli: Akurskóla
Bekkur: 10.
Áhugamál: MMA og félagsstörf

Stefán Máni Stefánsson er fimmtán ára og í tíunda bekk í Akurskóla. Stefán er mikill skemmtikraftur og hefur hann gríðarlega mikinn áhuga á öllu tengu félagsstörfum og MMA. Stefán er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mikki því hann verður uppistandari.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Garðar bjó í kjallaranum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Mikki.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Búkolla með Ladda.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Örugglega bara gott pasta.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Algjör Sveppa-myndirnar.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mikka, kærustuna mína og bát með bensíni.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er almennilegur og góður í mörgum íþróttum.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Þá væri það gáfur.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Bara vera næs við alla.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla í FS að læra en er ekki viss hvað.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Nett flippaður.